„Swing“ algengara hér á landi en margir halda

Fólk sem hefur áhuga á makaskiptum mætir ekki í marvöruverslun …
Fólk sem hefur áhuga á makaskiptum mætir ekki í marvöruverslun og setur ferskan ananas í körfuna, eins og einhver flökkusagan segir, en flestir í þessum hugleiðingum skrá sig þess í stað inn á sérstakar vefsíður þar sem þeir finna önnur pör að leita að því sama. Ljósmynd: Samsett. Unsplash. Ásdís Ásgeirsdóttir

Kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórsdóttir ræddi sitt fyrsta rannsóknarefni í þættinum Ísland vaknar á dögunum en að þessu sinni fræddist Kristín um swinglífstílinn sem hún segir að sé mun algengari hér á landi en margir halda. Snýst lífstíllinn í stuttu máli um makaskipti; það að pör skiptast á mökum til að stunda kynlíf með.

Ræddi hún meðal annars við konu sem stundar lífstílinn með eiginmanni sínum og elskar það en Kristín las bréf frá konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, í þættinum.

Sagði Kristín að grunnurinn að því að allt gangi vel fyrir þá sem vilja taka upp swinglífstílinn sé að báðir aðilar vilji það og að undirstaðan og samband þessara aðila sé gott. 

Ferð ekki í „swing“ til að redda hjónabandinu

„Þú ert ekki að fara í „swing“ til að redda einhverju eða: „Hey reynum að „fixa“ hjónabandið og förum í „swing“. Af því að þú ert bara að búa til meira flækjustig ef sambandið og einstaklingarnir eru ekki bara traustir,“ útskýrði Kristín.

Sagði hún að þvert á mýtur fari fólk ekki í ákveðna matvöruverslun og setji ananas í körfuna til láta vita að það sé til í makaskipti, heldur fari fólk yfirleitt inn á sérstakar vefsíður þar sem fólk getur búið að til prófíl, oft nafnlaust, og sagt frá því hvað það er að sækjast eftir og leita að. Þannig kynnast pör öðrum pörum í svipuðum hugleiðingum.

Kristín mælti með að pör hugsuðu það „alla leið“ ef það væri að spá í að prófa þennan lífstíl og læsi jafnvel bókina „Ehical Slut“ sem hún segir að sé góður leiðarvísir að opnu hjónabandi, „swingi “og öðru því tengdu.

„Það er svo margt sem þarf að huga að. Þetta getur verið dásamlegt, eins og í þessu tilfelli eru þau [hjónin] búin að vera að gera þetta í nokkur ár og eru bara ótrúlega glöð með þetta og finnst þetta bæta sambandið þeirra og slíkt en svo veit ég líka um mjög marga þar sem allt hefur farið í algjört rugl,“ sagði Kristín.

Hlustaðu á Kristínu Þórs ræða swinglífstílinn í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir