Ljóstrar upp hvers vegna hún hætti í Grey's Anatomy

Katherine Heigl hefur loksins tjáð sig um það hvers vegna …
Katherine Heigl hefur loksins tjáð sig um það hvers vegna hún hætti í Grey's Anatomy. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Katherine Heigl hefur nú loksins sagt af hverju hún hætti í læknaþáttunum vinsælu Grey's Anatomy. Katherine lék hina vinsælu Izzy Stephens í fyrstu sex þáttaröðunum og var brotthvarf hennar mikið á milli tannanna á fólki. Sagan sagði að Katherine hefði verið svo erfið í samstarfi að Shonda, sem skrifar þættina, hefði ákveðið að láta hana fara.

Katherine segir hins vegar að eftir að hún varð móðir hafi forgangsröðunin breyst. Hún hafi viljað vera til staðar fyrir barnið sitt og það hafi í raun breytt öllu. Kata segir að það hafi verið hún sem fór til Shondu og rætt um endalok Izzy, ekki öfugt.

Shonda hafi verið öll af vilja gerð að finna lausn fyrir Katherine. Að hún gæti bæði leikið í þáttunum og sinnt móðurhlutverkinu, en það gekk ekki upp. Umtalið um brotthvarf „Kötu“ var svo sem ekki úr lausu lofti gripið, en árið 2008 sagði hún í viðtali hjá David Letterman að framleiðendur þáttanna væru ömurlegir og létu leikarana vinna í allt að 17 tíma á dag. Hún var um tíma sögð hataðasta leikkonan í Hollywood, en hefur nú náð að snúa ímynd sinni við með Netflix-þáttunum Firefly Lane.

Gott að þetta sé komið á hreint. Mér líður mun betur.

mbl.is

#taktubetrimyndir