Gat ekki haldið aftur af tárunum

Daniel Craig hefur nú lokið ferli sínum sem James Bond.
Daniel Craig hefur nú lokið ferli sínum sem James Bond. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

James Bondinn okkar allra, Daniel Craig, lauk nýverið síðustu tökum í hlutverkinu góða, en hann hefur ákveðið að stíga til hliðar sem hinn svartklæddi töffari, Bond. Tökum á nýjustu myndinni, No Time to die, er fylgt eftir í nýjum Apple Tv-heimildarþáttum. Farið er yfir James Bond-ferilinn hans og fær fólk innsýn í kvikmyndatökuheim James Bond.

Eftir að Daniel lauk síðustu tökunum hélt hann tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann þakkaði kvikmyndatökuliðinu fyrir samfylgdina. Margir úr tökuliðinu hafa verið öll árin sem Daniel hefur leikið hlutverkið, en við erum að tala um heil 15 ár!

Elsku Danni minn var klökkur í lok ræðunnar sinnar og réð ekkert við tárin sem spýttust fram. Hann sagðist hafa elskað hverja einustu mínútu en nú væri kominn tími á að annar tæki við. Æi vitiði, ég fékk næstum tár í augun með honum. Það verður spennandi að sjá hver verður næsti Bond, en það hafa margir verið nefndir til sögunnar.

mbl.is

#taktubetrimyndir