Brúðgumi slær rækilega í gegn

Brúðguminn Gustavo sló heldur betur í gegn þegar hann dansaði …
Brúðguminn Gustavo sló heldur betur í gegn þegar hann dansaði inn í eigið brúðkaup. Skjáskot

Það er risastór áfangi að gifta sig og eflaust ógleymanlegur fyrir alla sem ganga í hjónaband. Sumir brúðkaupsdagar eru þó eftirminnilegri en aðrir og má segja að brúðgumi nokkur sem gifti sig í Brasilíu nú á dögunum hafi gert brúðkaupsdaginn ógleymanlegan fyrir alla gesti.

Brúðguminn heitir Gustavo og kom hann fólkinu heldur betur á óvart þegar hann gekk inn í brúðkaupið dansandi við gleðisprengju lagið Can’t stop the feeling með Justin Timberlake. Tveir vinir hans byrjuðu strax að dansa þaulæfð spor með honum og áður en á löngu leið voru fleiri brúðkaupsgestir farnir að taka þátt í dansinum.

Hér er um að ræða svokallað „flashmob“ þar sem hópur gesta hafði greinilega æft dansatriði með brúðgumanum og var þetta ekkert smá vel heppnað. Einnig hefur myndband af þessari mögnuðu gleðistund slegið í gegn á Internetinu með milljónir áhorfa svo segja má að þessi brúðgumi hafi algjörlega slegið í gegn! Svo skemmtilegt, ég væri svo sannarlega til í að dansa upp að altarinu þegar ég gifti mig!


 

mbl.is

#taktubetrimyndir