Annað barn á leiðinni hjá Herra Hnetusmjöri sem rokkar mottuna

Herra Hnetusmjör mætti í Helgarútgáfuna með yfirvaraskegg og hálfgerðan kamb. …
Herra Hnetusmjör mætti í Helgarútgáfuna með yfirvaraskegg og hálfgerðan kamb. Var hann að koma frá Spáni en hann kveðst fylgja þeirri lífsreglu að vera alltaf með mottu í sólarlöndum. Ljósmynd/Helgarútgáfan

Árni Páll Árnason tónlistarmaður, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með margt á prjónunum um þessar mundir en hann á von á sínu öðru barni og nýtur lífsins með fjölskyldunni á meðan hann undirbýr langþráða tónleika ásamt hljómsveit í Háskólabíói. Hann mætti með glænýtt „lúkk“ í Helgarútgáfuna á K100 þar sem hann ræddi málin, með yfirvaraskegg og hálfgerðan hanakamb.

„Ég er að reyna að vinna með svolítið svona bandarískt „lúkk“,“ sagði Árni Páll sem tók alls ekki undir þá staðhæfingu að hann liti út „eins og Dani“ eins og Einar Bárðar vildi meina.

„Þetta kom þannig til að ég er með reglu sem ég lifi eftir að ég er alltaf með mottu þegar ég er í sólarlöndum. Það er svona ákveðin stemning,“ sagði Herrann sem var að koma frá Spáni á dögunum.

„En svo er ég líka með svona lúmskan kamb sko,“ bætti hann við.

Tvö ár verða á milli barnanna

„Svo bara einhvernveginn ákvað ég að halda mottunni þegar ég kom heim og mér fannst það einhvernveginn koma skringilega út með kambinum og ég fílaði það,“ útskýrði hann.

Þá ræddi hann um heimilislífið en sonur hans var að byrja á leikskóla. Þá staðfesti hann jafnramt að hann ætti von á sínu öðru barni í janúar ásamt unnustu sinni Söru Linn­eth Lovísu­dótt­ur Casta­neda.

Aðspurður sagði hann að næstum akkúrat tvö ár yrðu á milli barnanna og er því von á að nóg verði að gera á heimili þeirra skötuhjúa.

Hlustaðu á Herra Hnetusmjör ræða um lífið, tilveruna og væntanlega tónleika í spilaranum hér að neðan en hægt er að kaupa miða á tónleikana, sem verða 30. október í Háskólabíói, á tix.is. 


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir