Kveðst vera með annað kynlífsmyndband í höndunum

Fyrrverandi parið Kim Kardashian og Ray J.
Fyrrverandi parið Kim Kardashian og Ray J. Ljósmynd/Getty Images

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Það ætti flestum að vera kunnugt um það hvernig Kim Kardashian skaust fram á sjónarsviðið. Hún fangaði fyrst athygli heimsins þegar hún var besta vinkona Paris Hilton. Svo var það þegar kynlífsmyndband sem hún bjó til með þáverandi kærasta sínum Ray J. fór á flug, sem allir vissu hver Kim K. var.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en fyrrverandi umboðsmaður Ray J., Wack 100, hélt því fram í hlaðvarpinu „Bootleg Kev´s podcast“ að hann væri með framhaldsmyndband undir höndum af Ray J. og Kim.

Ég viðurkenni að ég fékk smá í magann fyrir hönd Kim þegar ég heyrði af því fyrst, en sem betur fer hafa lögmenn Kim svarað fyrir skvís. Marty Singer, lögfræðingur Kim, segir að það sé af og frá að annað myndband sé til, þar sem þau hefðu einungis gert þetta eina.

Þessi Wack 100 sagði í hlaðvarpinu að hann ætlaði sér ekki að henda því í loftið, heldur ætlaði að hann að gefa Kanye West það ... eða Ray J. Ég hef ekki heyrt meira bull og vitleysu.

Hvað ætti Kanye að gera við gamalt kynlífsmyndband af fyrrverandi eiginkonu sinni á yngri árum, með öðrum manni?

En myndbandið er ekki til að sögn Kim þannig aaaaað við getum andað léttar.

Það er ekki öll vitleysan eins, ég get svo svarið fyrir það!

View this post on Instagram

A post shared by Hip Hop Ties (@hiphopties)

mbl.is

#taktubetrimyndir