Flokkur fólksins rústaði Framsókn í annars konar kosningu

Inga Sæland og Brynja Dan tóku þátt í lagakeppni í …
Inga Sæland og Brynja Dan tóku þátt í lagakeppni í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum og ræddu um komandi kosningar. Samsett ljósmynd

Segja má að Inga Sæland frá Flokki fólksins hafi rústað Brynju Dan frá Framsóknarflokknum í annars konar kosningu en fer fram um næstu helgi, í lagakeppni í morgunþættinum Ísland vaknar undir stjórn Kristínar Sifjar og Yngva Eysteins.

Vinningslagið var I want to Break Free með Queen sem Inga valdi sem sitt framlag í lagakeppnina en Super Trooper með ABBA, sem var framlag Brynju Dan, laut lægra haldi fyrir hittaranum frá Queen.

Þær stöllur ræddu þó einnig um komandi Alþingiskosningar en þær voru sammála um að kosningabaráttan hafi verið „alúðlegri“ og „elskulegri“ en oft áður.

„Mér finnst frambjóðendur allir æðislegir. Ekkert svona skítkast og leiðindi,“ sagði Inga og Brynja tók undir.

„Ég skil persónulega aldrei þegar fólk fer í manninn en ekki málefnið,“ sagði Brynja.

Hlustaðu á allt viðtalið við Ingu Sæland og Brynju Dan og lagakeppnina þeirra á milli í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir