„Feit lygi“ að Justin Bieber komi ekki vel fram við sig

Hailey Bieber hefur fengið sig fullsadda af kjaftasögum um hana …
Hailey Bieber hefur fengið sig fullsadda af kjaftasögum um hana og eiginmann sinn, Justin Bieber. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Sú saga hefur gengið um að Justin Bieber komi ekki vel fram við eiginkonu sína Hailey Bieber. Hailey hefur fengið sig fullsadda af þeim fréttum og svaraði sögunum fullum hálsi í hlaðvarpi Demi Lovato. Hún sagði: „Það er feit lygi sem gengur um á meðal fólks, að Justin sé ekki góður við mig og að hann komi illa fram við mig. Það gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Ég er virkilega heppin að eiga eiginmann sem ber virðingu fyrir mér og lætur mér líða vel alla daga. Þannig að þegar ég sé fréttir um annað þá verð ég hissa.“

Hailey sagði einnig að Justin haldi henni niðri á jörðinni og minni hana reglulega á hvað væri satt og ekki satt. Þau færu reglulega í hjónabandsráðgjöf og það hjálpaði þeim að finna réttu leiðina í gegnum frumskóginn sem hjónaband er.

Aðdáendur parsins hafa oft haft áhyggjur af því hvernig Justin kemur fram við Hailey, eftir að þau voru live á instagram og Justin virtist sussa hana niður fremur harkalega.

En gott að Hailey svaraði fyrir sig og nú getur fólk hætt að hafa áhyggjur af þessu fallega pari.

mbl.is

#taktubetrimyndir