Elton John og Dua Lipa í eina sæng

Elton John og Dua Lipa sameinuðu krafta sína í laginu …
Elton John og Dua Lipa sameinuðu krafta sína í laginu Cold Heart sem er að slá í gegn hér á landi sem og annarsstaðar en lagið er hástökkvari vikunnar og stekkur upp um heil 36 sæti. Samsett ljósmynd: AFP
Elton John og Dua Lipa sameinuðu krafta sína nýverið og gáfu út lagið Cold Heart sem er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum en lagið stökk um heil 36 sæti í vikunni og situr nú í þriðja sæti á listanum. Dj Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær.
Lagið er eins konar samblanda af lögunum Rocket Man og Sacrifice eftir Elton John en nú eru þau komin í „nútímalegan og ofur „groovy“ búning“ að sögn Dóru Júlíu.

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran sem situr enn og aftur í fyrsta sæti með lag sitt Bad Habits sem hefur nú verið í fyrsta sæti í 12 vikur. Hann gaf þó út glænýtt lag, lagið Shivers, í vikunni, nánar tiltekið 13. september, og er það strax mætt á Tónlistann í sæti 29.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16.00 og 18.00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Ed Sheeran – Bad Habits   
  • 2. The kid LARROI og Justin Bieber – Stay 
  • 3. Elton John og Dua Lipa – Cold Heart 
  • 4. The Weekend – Take My Breath 
  • 5. Olivia Rodrigo  good 4 u  
  • 6. Aron Can  FLÝG UPP 
  • 7. ABBA – Don't Shut Me Down  
  • 8. Jón Jónsson og GDRN – Ef ástin er hrein
  • 9. Kanye West  Hurricane   
  • 10. Maneskin – Beggin' 

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér en hægt er að hlusta á hann á Spotify.

mbl.is

#taktubetrimyndir