Borgaði fyrir alla gesti veitingastaðarins

Kona nokkur sem vill ekki koma fram undir nafni borgaði …
Kona nokkur sem vill ekki koma fram undir nafni borgaði fyrir alla gesti veitingastaðar í Pennsynvaníu í bandaríkjunum sem voru 60 talsins. Ljósmynd/Colourbox

Góðverkin birtast okkur á ótal marga vegu og er ómögulegt að ná utan um öll þau góðverk sem eiga sér stað á hverjum degi í heiminum. Það er að sjálfsögðu jákvætt og því fleiri góðverk því betra!

Ég rakst á fallega frétt frá Bandaríkjunum þar sem kona sem vill ekki láta til nafns síns getið var stödd á veitingastað í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Nýbúið var að opna veitingastaðinn  aftur eftir Covid og hafði verið ansi hart í ári.

Konan var sem fyrr segir stödd á þessum umrædda stað í hádeginu og þegar hún fékk reikninginn spurði hún þjóninn hvort hún gæti fengið að borga fyrir alla gesti veitingastaðarins, sem voru 60 talsins.

Þjónninn spurði hvort hún væri viss en konan hikaði ekki og sagðist handviss.

Hún borgaði því reikninginn fyrir alla og gaf þeim tveimur þjónum sem stóðu hádegisvaktina 100 dollara í þjórfé áður en hún laumaði sér út.

Vaktstjórinn Lorrie Renninger var að vinna þessa hádegisvakt og segir hún að þessi dásamlega kona hafi algjörlega bjargað deginum sínum og vildi koma á framfæri almennilegu þakklæti til hennar. Fallegt góðverk hér á ferð, það er svo yndislegt þegar fólk lætur gott af sér leiða og dreifir gleðinni áfram.

Frétt af Tanks Good News.

mbl.is

#taktubetrimyndir