Ástæða fyrir því að þær bera borðana hvar sem er

Isis Helga Pollock og Kara Sól Einarsdóttir, keppendur í Miss …
Isis Helga Pollock og Kara Sól Einarsdóttir, keppendur í Miss Universe Iceland mættu ásamt Manúelu Ósk, sem heldur utan um keppnina í Helgarútgáfuna og ræddu um keppnina. Samsett ljósmynd: Instagram

Manuela Ósk mætti ásamt tveimur keppendum í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland í Helgarútgáfuna en hún heldur utan um keppnina hér á landi. Mættu þær Isis Helga Pollock og Kara Sól Einarsdóttir með sitthvorn keppnisborðann, annars vegar 101 Reykjavík og svo Reykjavík. Þær ræddu við Einar Bárðar, Önnu Möggu og Yngva Eysteins um keppnina sem fer fram miðvikudaginn 29. september næstkomandi og undirbúning hennar, sem er töluverður.

„Annars værum við ekki að undirbúa þær vel“

Aðspurð sagði Manuela að ástæða vera fyrir því að keppendur bæru borðana hvert sem þeir fara fyrir keppni.

„Við gerum þetta bara út af því að við erum hérna heima að reyna að hafa „míní“ útgáfu af Miss Universe. Til að undirbúa þær út af því að í Miss Universe fer aldrei nein stelpa neitt án þess að vera með borðann sinn,“ útskýrði Manuela og bætti við: „Til þess að undirbúa þær því annars værum við ekki að undirbúa þær vel.“

„Eins og þegar ég keppti voru ekki borðar. Og svo kom maður út í Miss Universe og maður bara: „Ókei, þetta er eitthvað „system“ sem ég kann ekki.“ Þannig að það er ekkert „spes“,“ sagði fegurðardrottningin fyrrverandi.

Hlustaðu á allt spjallið við Manuelu, Isis og Köru í spilaranum hér að neðan en þær ræddu meðal annars um undirbúninginn fyrir keppnina, um val á titlum og um keppnina í fyrra þar sem allir keppendur þurftu að bera grímu.

mbl.is

#taktubetrimyndir