Sló í gegn hjá óhefðbundnum aðdáendum

Ég er eiginlega viss um að það sé vísindalega sannað að krúttleg dýramyndbönd séu góð fyrir geðheilsuna og hjartað. Það er allavega upplifun mín í hvert einasta skipti sem ég rekst á slíkt myndband og bros færist yfir varir mínar.

Ég rakst á ofur krúttlegt gæsamyndband nú á dögunum sem er tekið upp í Taipei borg í Taiwan. Myndbandið sýnir virkilega hæfileikaríkan munnhörpuleikara sem spilar gjarnan í almenningsgarðinum Daan Forest Park. Hann á sér dygga aðdáendur sem eru í óhefðbundari kantinum en það eru gæsirnar Qigi og Fanfan. Þessar krúttlegu gæsir færðu sig nær og nær munnhörpuleikaranum, stóðu áhugasamar alveg upp við hann og störðu á hann aðdáunaraugum á meðan þær nutu tónlistarinnar. Hér er greinilega á ferðinni mikill gæsa hvíslari og ótrúlega skemmtilegt að þessi fallega stund hafi náðst á myndbandi. Tónlistin getur svo sannarlega tengt hinar ýmsu dýrategundir saman!mbl.is

#taktubetrimyndir