Hurð stútfull af jákvæðum skilaboðum

Hurð Brownell hjónanna í Flórída fylltist fljótt af jákvæðum skilaboðum …
Hurð Brownell hjónanna í Flórída fylltist fljótt af jákvæðum skilaboðum eftir að þau fluttu í nýtt fjölbýlishús. Ljósmynd: Jessa Brownell

Tilveran opnar margar dyr og þegar einar dyr lokast opnast gjarnan aðrar. Ég rakst á heldur betur skemmtilega frétt tengda dyrum en hjón í Orlando, Flórída búa í íbúðarhúsi með svokallaðri góðmennsku hurð. Hjónin fluttu inn á nýtt heimili í lok sumars 2021 og langaði þau að dreifa jákvæðni og góðum víbrum í byggingunni. Þeim datt því í hug að setja upp lítið borð fyrir utan íbúð sína með post-it miðum og pennum þar sem aðrir íbúar gátu skrifað jákvæð skilaboð á miða og fest skilaboðin á hurðina.

Nokkrum klukkutímum síðar var hurðin strax farin að fyllast af jákvæðum og fallegum skilaboðum og hefur þeim síðan þá haldið áfram að rigna inn.

Nú geta allir sem ganga framhjá hurðinni gefið sér tíma til að staldra við og lesa uppörvandi og falleg skilaboð sem mögulega gera daginn betri. Þetta er frábær hugmynd! Ef þú býrð í íbúðarblokk og vilt dreifa góðum víbrum eða jafnvel gleðja vinnufélaga þína þá er um að gera að útbúa eins og eina kærleiks hurð!

Frétt af Sunny skys.

mbl.is

#taktubetrimyndir