Ótrúleg björgun kattar – „Kettir eru með níu líf“

Þessi köttur er sannarlega með 9 líf.
Þessi köttur er sannarlega með 9 líf. Skjáskot

Köttur nokkur í Miami, Flórída á  bandaríska fánanum líf sitt að launa en myndbönd af kettinum, þar sem hann hangir á einni loppu eftir að hafa fallið úr áhorfendastúkunni á fótboltaleik hjá Miami-Appalachian háskólanum á laugardag, hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Ljóst er að áhorfendur voru flestir áhugasamari um afdrif kisa en leikinn en fjölmargir í kringum köttinn reyndu að koma honum til hjálpar. Par sem hafði verið með bandaríska fánann á leiknum náði að grípa köttinn með fánanum á ögurstundu.

Sjón er sögu ríkari en hér má sjá tvö myndbönd af atvikinu frá mismunandi sjónarhornum. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir