Kom bestu vinkonu sinni skemmtilega á óvart

Mikil gleði var í bumbuboði í Bandaríkjunum eins og sést …
Mikil gleði var í bumbuboði í Bandaríkjunum eins og sést í myndbandi sem náðist af atvikinu. Samsett ljósmynd: Skjáskot/Colourbox

Það er fátt sem mér finnst krúttlegra en óvæntir endurfundir og að koma einhverjum skemmtilega á óvart. Mörg þekkjum við upplifunina að sakna einhvers sem býr til dæmis langt í burtu og í alheimsfaraldrinum var ansi erfitt að geta ekki hitt sitt besta fólk reglulega. 

Ég rakst á virkilega sætt myndband úr „barnasturtu“ (e. Babyshower“ hjá konu í Bandaríkjunum. Virðist „sturtan“ sjálf ekki hafa komið konunni á óvart þar sem hún gæti hafa verið með í að skipuleggja hana en það sem hún vissi ekki var að besta vinkona hennar var mætt til að koma henni á óvart. Búa vinkonurnar 900 mílum frá hvor annarri og höfðu þær stöllur ekki sést í tvö heil ár. Myndbandið sýnir óléttu konuna ganga inn í boðið og er ekki að undra að henni hafi brugðið all svakalega við það að sjá þessa vinkonu sína en hún táraðist áður en þær föðmuðust innilega.

Ótrúlega falleg stund og minnir mig á dásamlega vini mína sem búa erlendis. Nokkrum sinnum hafa þeir komið mér heldur betur á óvart. Logi besti vinur minn sem er búsettur í London kom einu sinni óvænt í afmælið mitt beint frá Bretlandi og það er eftirminnilegasti afmælisdagur allra tíma hjá mér.

Ekki hægt að verðleggja slíka upplifun. Eitt sinn var ég líka á leið á áhugavert og krefjandi DJ gigg þegar að Vaka besta vinkona mín kom mér heldur betur á óvart og mætti alla leið frá Kaupmannahöfn á giggið. Ég er ekki frá því að það sé skemmtilegasta DJ gigg sem ég hef spilað vegna þess að hún var með mér. Takk Logi og Vaka, þið eruð best og já, fallegir endurfundir gera ótrúlegustu hluti fyrir hjartað.

mbl.is

#taktubetrimyndir