Þóra tíndi 160 lítra af berjum – „Við viljum meina að þetta sé óformlegt Íslandsmet“

Þóra Sig týndi heila 160 lítra af bláberjum.
Þóra Sig týndi heila 160 lítra af bláberjum. Samsett ljósmynd: Eggert Jóhannesson/Colourbox

Þóra Sig umsjónarmaður matarvefs á mbl.is tíndi hvorki meira né minna en 160 lítra af bláberjum í berjavertíðinni í ár en hún ræddi um þetta og fleira tengt mat í Ísland vaknar í vikunni.

„Við viljum meina að þetta sé óformlegt Íslandsmet í berjatínslu,“ sagði Þóra.

„Blessunarlega þá tíndi ég þetta ekki af því bara heldur átti ég tóma frystikistu þannig að ég flutti þetta allt í bæinn eftir að ég var búin að hreinsa þetta og frysti.

Ég nota þetta daglega. Við setjum þetta bæði í hafragrautinn og út í „prótínshakea“ og boost og annað slíkt. Þannig að við borðum þetta, þetta er náttúrulega það allra allra besta sem þú getur fengið. Nú þarf ég ekki að kaupa bláber úti í búð heldur ég fer bara út í kistu,“ sagði Þóra sem sagðist vera að kafna úr „bláberjarembingi“.

Hlustaðu á Þóru ræða um mat í Ísland vaknar en hún ræddi meðal annars um hræringar í Michelin-stjörnuheiminum.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir