Sólblóm sem mynda von, bókstaflega

Hundrað þúsund sólblóm í Skotlandi mynda ótrúlega falleg skilaboð.
Hundrað þúsund sólblóm í Skotlandi mynda ótrúlega falleg skilaboð. Ljósmynd/Colourbox

Blóm eru eitt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða, að mínu mati. Þau lífga upp á hversdagsleikann og búa gjarnan yfir fallegum litum og góðri lykt.

Ég rakst á eina dásamlega blómafrétt þar sem hundrað þúsund sólblóm senda öflug og falleg skilaboð. Á stórum akri í Skotlandi er nefnilega búið að gróðursetja hundrað þúsund sólblóm sem saman mynda orðið „HOPE“, sem þýðir einfaldlega VON. Sólblómin sprungu út nýlega, um fimm mánuðum eftir að þeim var plantað og er akurinn virkilega fallegur.

Skjáskot

Hugmyndin kom upprunalega frá skoskum presti að nafni Douglas Creighton en honum datt í hug að það væri skemmtilegt að skapa sólblómaakur sem færði fólki smá gleði á krefjandi tímum. Fékk hann til liðs við sig bóndakonuna Claire Pollock sem samþykkti að gróðursetja þessi gífurlega mörgu sólblóm en blómin mynda einnig völundarhús. Á síðustu dögum hafa um 500 manns gengið í gegnum völundarhús vonarinnar og í kjölfarið hafa rúmlega 350 þúsund krónur safnast til góðgerðafélaga í grennd við akurinn. Falleg leið til þess að dreifa gleði og minna á að vonin er alltaf með okkur!

Frétt af Good News Network.

mbl.is

#taktubetrimyndir