Piparsveinninn valinn – Valið kemur á óvart

Clayton Echard hefur verið valinn sem næsti piparsveinn í The …
Clayton Echard hefur verið valinn sem næsti piparsveinn í The Bachelor. Skjáskot af instagram

Það lítur allt út fyrir að það sé komin niðurstaða í það hver næsti Bachelor verður. Það er drengur að nafni Clayton Echard. Clayton þessi er gjörsamlega óþekktur innan Bachelor heimsins og síðastliðinn miðvikudag var hann með um 4700 fylgjendur á instagram. Eftir að fréttamiðillinn Enews birti fregnir af því að sést hefði til tökuliðs ABC í heimabæ Claytons, Missouri, hefur „Bachelor Nation“ heldur betur tekið við sér og stendur instagramreikningur Claytons þegar þetta er skrifað í 15.3 þúsund fylgjendum. 

Clayton þessi er 28 ára gamall og var þátttakandi í nýjustu Bachelorette seríunni þar sem Michelle Young fer með aðalhlutverkið. Það er því ljóst að hann hefur heillað framleiðendur upp úr skónum og lokið þátttöku líklegast snemma hjá Michelle.

Það er kominn tími á að við fáum nýtt blóð í Bachelor heiminn okkar, og tek ég því fagnandi. Það verður spennandi að sjá hvernig Clayton verður tekið og hvernig hann mun fóta sig í þessu nýja lífi.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir