Hafþór: „Ef hann brýtur á mér nefið borga ég honum 5000 dollara“

Hafþór Júlíus Björnsson mætir Devon Larratt í boxhringnum á morgun …
Hafþór Júlíus Björnsson mætir Devon Larratt í boxhringnum á morgun í Dúbai. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hafþór Júlíus Björnsson, kraftlyftinga- og hnefaleikamaður, mætir Devon Larratt í boxhringnum á morgun, laugardag í Dúbai þar sem hann er nú staddur. Hann ræddi um bardagann og framtíðina við Kristínu Sif og Yngva Eysteins morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

„Hann [Devon Larratt] er ágætur sko. Ég ber mikla virðingu fyrir honum að taka þessum bardaga með svona litlum fyrirvara. Það var ekki ég sem valdi þennan bardaga. Það voru „prómóterarnir“ þarna úti sem vildu að ég myndi berjast á móti honum. Ég hefði viljað aðeins reyndari mann þar serm ég er búin að æfa núna í eitt og hálft ár eða 16 mánuði. Það hefði verið skemmtilegra að fá mann sem væri með svipaða reynslu ef ekki meiri,“ sagði Hafþór sem tók veðmáli Devons upp á 5000 dollara um það hvorum þeirra tekst að brjóta á hinum nefið.

Hafþóri líður að eigin sögn afar vel en hann vó 146,5 kíló í morgun, sem er léttara en hann hefur verið lengi.

„Ég var 17 ára gamall þegar ég var svona léttur, nei ég segi svona. Mér líður vel og ég er í góðu formi,“ sagði Hafþór.

Hann stefnir á bardaga við Eddie Hall, sem er vel þekktur í hnefaleikaheiminum, í mars á næsta ári ef bataferli Hall, sem meiddist í bardaga, gengur vel.

Hægt er að fylgjast með bardaga Hafþórs og Devon á morgun með upplýsingum sem birtast á instagramsíðu Hafþórs.

Hlustaðu á allt viðtalið við Hafþór í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir