Stútfullt af nýju á Netflix og öðrum veitum

Það er nóg úrval af nýju efni til að hámhorfa …
Það er nóg úrval af nýju efni til að hámhorfa á um helgina. AFP

K100.is tók saman kvikmyndir og þætti sem koma út á næstunni á helstu streymisveitum en nóg verður af að taka fyrir kósýkvöldið um helgina. 

Kvikmyndir og þættir á Netflix

Sex Education: Season 3 

Þriðja sería af vinsælu þáttunum Sex Education kom inn á Netflix í dag, 17. september og því komin tími á hámhorf fyrir marga.

He-Man and the Masters of the Universe

He-Man og félagar mættu á Netflix í gær, fimmtudaginn 16. september í alveg nýjum búningi. Forvitnilegt bæði fyrir krakka og aðdáendur 80's ofurhetjunnar.

Ankahi Kahaniya

Rómantíska Bollywood myndin Ankahi Kahaniya er komin inn á Netflix. Drama, sambandserfiðleikar, rómantík og húmor í Mumbai.

Squid Game

Kóreskir og afar áhugaverðir þættir þar sem fólk í peningaerfiðleikum ákveður að taka þátt í keppni þar sem himinhá peningaupphæð eru í boði. Í keppninni keppa einstaklingar í ýmsum barnalegum leikjum en þó með afar lífshættulegu „twisti“ en aðeins einn af 456 keppendum vinnur keppnina og kemst líf af. Þættirnir komu inn á Netflix í dag, 17. september.

Love on the Spectrum

Önnur sería af frábæru raunveruleikaþáttunum Love on the Spectrum, þar sem við fáum að sjá fólk á einhverfurófinu í leit að ástinni, kemur inn á Netflix þriðjudaginn 21. september. 

Kvikmyndir og þættir á HBO Max

Cry Macho

Clint Eastwood snýr aftur sem bæði stjarna og leikstjóri Cry Macho – 91 árs gamall. Myndin er alvöru kúrekadrama og byggir á bók með sama titli frá 1975 rithöfundinn N. Richard Nash. Kemur inn á HBO Max í dag, 17. september.

Kvikmyndir og Þættir á Amazon Prime 

Everybody's Talking about Jamie

Kvikmyndaútgáfan af söngleik með sama nafni um ungling frá Englandi sem langar að verða dragdrottning. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir