Féll 18 metra við tökur á Netflix-kvikmynd

Mark Wahlberg og Kevin Hart fara með aðalhlutverk í netflixmyndinni …
Mark Wahlberg og Kevin Hart fara með aðalhlutverk í netflixmyndinni „Me time“ en slys varð á tökustað í vikunni. Skjáskot af instagram
Tökur á Netflix kvikmyndinni „Me Time", sem Mark Wahlberg og Kevin Hart fara með aðalhlutverk í, byrja hrikalega.
 
Starfsmaður úr tökuliðinu hrapaði 18 metra niður af palli í vikunni, og var víst ekki tengdur við öryggisvíra sem eiga að grípa ef einhver fellur . Þurftu sjúkraliðar meðal annars að nota hjartastuðtæki til að ná hjartslættinum í gang aftur, þar sem maðurinn lá líflaus á vettvangi þegar þeir komu að.
 
Tökuliðið hafði þá þegar hafið hjartahnoð og fyrstu hjálp sem hefur líklegast orðið honum til lífs.
Karlmaðurinn,  sem er 38 ára gamall hlaut alvarlega áverka á höndum og fótum, og liggur nú á spítala.
Hvorki Kevin né Mark hafa tjáð sig um málið, og Sunset Gower Studios, sem framleiðir myndina hafa heldur ekki svarað TMZ þegar þeir leituðust eftir viðbrögðum

View this post on Instagram

A post shared by NCQH Podcast (@ncqhpodcast)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir