Þroskaðist gríðarlega eftir að hann varð faðir

Aron Már er með margt á sinni könnu en von …
Aron Már er með margt á sinni könnu en von er á öðru barni hans í næsta mánuði en auk þess fer hann með hlutverk Gúanó-Bubba í leiksýningunni Níu líf. Árni Sæberg

Leikarinn Aron Már Ólafsson eða Aron Mola eins og hann hefur oft verið kallaður segist hafa þroskast gríðarlega á síðustu árum síðan hann varð faðir en hann hefur margt á sinni könnu um þessar mundir með annað barnið á leiðinni og verandi á fullu í leiksýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu þar sem hann fer með hlutverk Gúanó-Bubba. 

Hann ræddi þetta allt í samtali við Ísland vaknar í morgun en þar greindi hann frá því að hann hefði þroskast frá Mola nafninu og kysi frekar að vera kallaður Aron Már í dag. Segist hann búast við því að tímarnir framundan verði afar krefjandi en skemmtilegir eftir komu litla drengsins sem á að láta sjá sig í október.

„Þungamiðjan í lífinu er náttúrulega bara úr rassgatinu fyrst þegar þú átt engin börn,“ sagði Aron Már. „Þú ert bara að gera það sem þér finnst skemmtilegast. Svo eignastu barn og þá er það ekki í boði,“ bætti hann við en hann og Hildur Skúladóttir unnusta hans deila álaginu á heimilinu mjög jafnt. 

Sagði hann frá því hvernig hann og Hildur undirbúa komu „nýja gaursins“ og frá leiksýningunni Níu líf og viðbrögðum Bubba sjálfs við henni í viðtalinu en það má heyra í heild sinni hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir