„Rólóvallarráðherra“ opnar sig: „Kátur, ofvirkur og með athyglisbrest“

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, er með mikið á …
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, er með mikið á sinni könnu en hann spjallaði við Helgarútgáfuna á K100 á dögunum. mbl.is/Haraldur Jónasson

„Mig langaði að leggja áherslu á þessi málefni barna og óskaði eftir því við Katrínu að fá að verða barnamálaráðherra. Brynjar Níelsson gerði nú reyndar grín af því og sagði að það þyrfti ekki rólóvallarráðherra í ríkisstjórnina. Það væri nóg af rólóvöllum á íslandi,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kíminn í samtali við Helgarútgáfuna en þar ræddi hann starf sitt, komandi kosningar og svaraði hraðaspurningum á léttu nótunum.

Kom meðal annars í ljós að hann er mikill hundamaður og á átta hunda, fær sér aldrei bragðaref, er lýst af vinum sínum sem kátum, ofvirkum og með athyglisbrest og elskar lagið „Back for Good“ með Take That.

Viðtalið við Ásmund má heyra í heild sinni spilaranum hér að neðan

Hlustaðu á Ásmund svara hraðaspurningunum hér:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir