Raunveruleikastjarna varð fyrir býflugnaárás

Kyle Richards, lenti í hrikalegri býflugnaárás um síðastliðna helgi. Þurfti …
Kyle Richards, lenti í hrikalegri býflugnaárás um síðastliðna helgi. Þurfti hún að dvelja á spítala í kjölfar árásarinnar. Skjáskot af instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Raunveruleikastjarnan úr þáttunum Real Housewifes of Beverly Hills, Kyle Richards, lenti í hrikalegri býflugnaárás um síðastliðna helgi.
Kyle lýsti því þannig að tugir býflugna hefðu allt í einu ráðist að henni, og það var sama hvað hún reyndi að slá þær burt, þær réðust bara grimmari að henni og stungu.

Kyle birti myndband úr öryggismyndavél hjá sér þar sem hún sést hlaupa um bakgarðinn, sveiflandi hárinu að reyna að sleppa frá þeim.
Það sem gerir þessa frétt óhuggulega er bráðaofnæmið sem Kyle er með fyrir býflugum. Í myndbandinu sést hvar hún reynir í örvæntingu að fá EPI pennann sinn til að virka , en af einhverjum ástæðum stóð hann á sér.
Slagurinn við flugurnar endar að lokum neð því að Kyle hendir sér ofan í sundlaugina.
Hún náði sem betur fer að hringja í neyðarlínuna sem var fljót að koma á vettvang, en elsku kellan þurfti að dvelja á spítala meðan hún jafnaði sig á ofnæmiskastinu.


mbl.is

#taktubetrimyndir