Fimm frábær hlaðvörp: Unnur Eggerts gefur álit

Unnur Eggertsdóttir er afar fjölhæf og er með fjölbreyttan smekk …
Unnur Eggertsdóttir er afar fjölhæf og er með fjölbreyttan smekk á hlaðvörpum. Samsett ljósmynd: Saga Sig

„Fyrir rúmlega ári sendi Lilja mér skilaboð um að hún vildi byrja með hlaðvarp um Bachelor-þættina. Hún var í Facebook-grúppunni minni, Piparsveinar og piparmeyjar, þar sem ég geri samantekt um hvern þátt og vissi hún þess vegna að ég væri jafn mikið nörd og hún. Viku seinna tókum við upp fyrsta þáttinn og við höfum tekið upp 72 þætti síðan þá,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leikkona og söngkona sem stjórnar vinsæla bachelorhlaðvarpinu Fantasíusvítunni ásamt Lilju Gísladóttur. Hún byrjaði á dögunum með annað hlaðvarp, hlaðvarpið Tjikk Tjatt ásamt Elísabetu Hönnu vinkonu sinni en það fjallar um allt það sem mótaði þúsaldarkynslóðina.

„Þegar Elísabet sagði mér frá hugmyndinni að Tjikk Tjatt varð ég sjúklega spennt að hafa afsökun til að „endurheimsækja“ myndir eins og „Mean Girls“ og „Notebook“, sem hafa elst misvel,“ segir Unnur og bætir við að kvikmyndin „Notebook“ sé „núll rómantísk þegar maður horfir á hana með femíniskum augum nútímans“.

„Noah er basically ástsjúkur ofbeldismaður sem hótar að drepa sig ef Allie fer ekki á deit með honum. Svo er hún alltaf að lemja hann. Við ræðum „Notebook“ í þætti tvö. Ég mæli með að fólk hlusti og sendi okkur hvað þeim finnst,“ segir Unnur.

Unnur er með mjög fjölbreyttan hlaðvarpssmekk en hún mælir hér með sínum fimm uppáhaldshlaðvörpum:

Armchair expert

„Dax Shephard er fullkomið dæmi um karlmann sem er í stöðugri sjálfsskoðun, er meðvitaður um forréttindi sín og talar við fólk af miklum áhuga og forvitni. Hann og Monica eru æðislegt duo.“

Higher Learning with Van Lathan & Rachel Lindsay

„Fyrrverandi Bachelorettan Rachel fer yfir mál líðandi stundar og kafa ofan í þau út frá sjónarhorni svartra í Bandaríkjunum. Mæli með fyrir fólk sem vill breikka sjóndeildarhringinn.“

Bíóblaður

„Hafsteinn er kvikmyndanörd af guðs náð. Það er mjög gaman að heyra hann tala um bíómyndir við skemmtilega gesti.“

Í ljósi sögunnar

„Þarf að segja meira?“

How to Fail with Elizabeth Day

„Dýrka að heyra fólk tala um mistökin sín og deila hvað það hefur lært af þeim. Mikið af skemmtilegum gestum og skemmtilegum „failures.““

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir