Bað Britney og Sam afsökunar á ummælunum

Leikkonan Octavia Spencer hefur beðið nýtrúlofaða parið Britney Spears og …
Leikkonan Octavia Spencer hefur beðið nýtrúlofaða parið Britney Spears og Sam Asghari afsökunar á ummælum sínum. Samsett ljósmynd: AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Leikkonan Octavia Spencer hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla undir mynd sem Britney Spears deildi þegar hún tilkynnti um trúlofun sína. 

Octavia skrifaði: „Láttu hann skrifa undir kaupmála.“
Í kjölfarið fór þetta komment hennar víða um samfélagsmiðlana og lenti á fréttamiðlum um allan heim. 
 
Nú hefur Octavia stigið fram og beðist afsökunar. Hún hafi í gríni látið þessi orð flakka, án þess að meina neitt alvarlegt með þeim. Octavia er þekktur grínisti, en ekki er víst að allir hafi áttað sig a þessu gríni, þar sem eflaust fleiri hugsuðu það sama. 
 
Octavia sagðist jafnframt vera búin að hafa samband við Britney og Sam og biðja þau afsökunar.  Þau hafi gengið í gegnum nóg síðastliðin ár, og eigi skilið að fagna þessum áfanga saman í frið og ró. 
Sam svaraði Octaviu opinberlega og þakkaði henni fyrir, og sagðist jafnfram ekki vera sár eða leiður. Grín misskiljist oft og það sé lítið við þvi að gera. 
 
Það vakti mikla athygli í gær þegar Britney lokaði instagram reikningi sínum og lét vita á Twitter að hún ætlaði að taka sér pásu frá „gramminu“ - sem ég held að sé akkúrat það sem hún þarf eftir allt fjaðrafokið síðustu mánuði.
mbl.is

#taktubetrimyndir