97 ára tennistöffari heldur ótrauður áfram

Hinn 97 ára gamli Leonid Stanislavskyi er elsti tennis leikari …
Hinn 97 ára gamli Leonid Stanislavskyi er elsti tennis leikari í heimi og er hvergi nærri hættur. Skjáskot af instagram

Hinn 97 ára gamli Leonid Stanislavskyi er elsti tennis leikari í heimi sem er hvergi nærri hættur að keppa. Leonid kemur frá Úkraínu og kviknaði tennis áhuginn hjá honum þegar hann var þrítugur, eftir að vinur hans kynnti hann fyrir þessu skemmtilega sporti. Nú 67 árum síðar heldur Leonid áfram að æfa sig þrisvar í viku og finnst alltaf jafn gaman.

Leonid segir að honum þyki tennis fáguð íþrótt og skemmtileg hreyfing sem hægt er að stunda á öllum aldri. Hann er svo sannarlega lifandi dæmi um það þar sem hann æfir nú af fullum krafti fyrir hið svokallaða Super-Seniors Word Tennis Championship mót. Mótið fer fram síðar á árinu á Spáni og er þetta í fyrsta skipti sem að keppendur yfir 90 ára aldri taka þátt en það er einfaldlega vegna þess að Leonid sendi inn sérstaka beiðni fyrir slíkum keppnisflokki. Þessi öflugi maður hefur einnig gaman að því að synda og fara á skíði. Þvílíkur dugnaður!


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir