Ný og byltingarkennd leið til að endurnýta plast

Nzambi Matee tókst að finna frábæra, byltingarkennda og vistvæna leið …
Nzambi Matee tókst að finna frábæra, byltingarkennda og vistvæna leið til þess að endurvinna plast. Skjáskot af instagram

Verkfræðingur og ofurtöffari að nafni Nzambi Matee er 29 ára gömul og kemur frá Kenya. Hún er mikill snillingur og í starfi sínu tókst henni að finna frábæra, byltingarkennda og vistvæna leið til þess að endurvinna plast. Matee er alin upp í borginni Nairobi en borgin hefur glímt við mikið offramboð af plastúrgangi sem hefur verið erfitt að endurvinna.

Matee þróaði því skapandi lausn við plast vandamálinu þar sem hún fær óendurvinnanlega plastið frá verksmiðjum, hitar það og blandar því við sand. Eftir það þrýstir hún efninu saman í það sem líkist múrsteini nema hvað þessir steinar eru um það bil fimm til sjö sinnum sterkari en steinsteypa. Í kjölfarið stofnaði Matee sprotafyrirtækið Gjenge Makers og á síðustu fjórum árum hefur fyrirtækið umbreytt yfir 20 tonnum af plasti í öfluga múrsteina. Þessi magnaða saga er þó ekki búin af því Matee ætlar nú að ráða fleira fólk í vinnu til þess að útvega fleiri múrsteina en nokkru sinni fyrr og munu múrsteinarnir nýtast í uppbyggingu á nýjum íbúðarhúsum í Kenyu á lágu verði. Ekkert smá flott framtak hér á ferð, áfram Matee!

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)mbl.is

#taktubetrimyndir