Með hálsmen metið á 1,6 milljónir dollara

Hálsmenið sem rapparinn Kid Cudi mætti með á Met Gala …
Hálsmenið sem rapparinn Kid Cudi mætti með á Met Gala er metið á heila 1,6 milljón bandaríkjadollara. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Á Met Gala keppast stjörnurnar um að slá hvor aðra út með oft á tíðum fáranlegum múnderingum, sem gera nákvæmlega það sem þær vilja að dressin geri. Fá okkur til að tala.

Rapparinn Kid Cudi mætti í, jahh hvað get ég sagt, mjög venjulegum fötum frá Louis Vitton á dregilinn. Blá peysa, buxur og einhvers konar plastpils yfir buxurnar. En það sem vakti athygli fólksins var ekki dressið, heldur hálsmenið sem hann bar. En um hálsinn hékk hálsmen sem var hannað af Ben Baller og KAW, og er það metið á 1,6 milljón bandaríkjadollara.

Ben Baller þurfti að loka verksmiðjunni sinni í 3 mánuði á meðan hann vann að skartgripnum, en við erum að tala um 24.000 demanta, og 1 kíló af 18 karata rósagulli.

Ég viðurkenni alveg að ég hef séð fallegra hálsmen, en ég hef samt gaman af þessari vitleysu sem á sér oft stað á Met Gala.

Allt fyrir listina ... og athyglina!

mbl.is

#taktubetrimyndir