Íslendingar mjög framarlega á TikTok

Það eru spennandi tímar framundan hjá Nökkva Fjalari og áhrifavöldum …
Það eru spennandi tímar framundan hjá Nökkva Fjalari og áhrifavöldum á samning hjá Swipe Media. Ljósmynd/Aðsend

Nökkvi Fjalar, eigandi umboðsskrifstofunnar Swipe Media, flytur til London ásamt nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum á sunnudag en hann ræddi um samfélagsmiðla og lífið sem áhrifavaldur í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun en hann segir Íslendinga vera mjög framarlega á Tiktok. 

Aðspurður sagði hann áhrifavalda þurfa að vera með þykkan skráp og segir afar mikilvægt að maður átti sig fyrst og fremst á því hver maður er og vill vera og móti sér gildi. 

En það er einmitt eitt af því sem Swipe Media, samfélagsmiðlahús, hjálpar áhrifavöldum að gera.

„Vel kommentin sem ég les“

„Ég er að blása í seglin hjá þeim sem eru í samning hjá okkur hjá Swipe Media,“ sagði Nökkvi Fjalar.  „Við aðstoðum áhrifavalda að hafa jákvæð áhrif á heiminn.“ 

Sjálfur segist Nökkvi lítið vera að lesa yfir athugasemdir sem hann fær á samfélagsmiðlum eins og Twitter en hann sé með hóp af fólki í kringum sig, til dæmis hugarfarsþjálfara, sem hann hlusti frekar á en athugasemdirnar.

„Ég vel kommentin sem ég les en ég set ekki of mikla orku í það,“ útskýrði hann.

Áhrifavaldarnir Arnar Gauti Arnarsson eða „Lil Curly“, Arnar Gauti Ólafsson eða „Lil Draco, og Embla Wiium flytja út til London ásamt Nökkva Fjalari á sunnudag og munu fleiri áhrifavaldar fylgja á eftir síðar og freista gæfunnar á þessum markaði erlendis.

Hlustaðu á allt viðtalið við Nökkva Fjalar um líf áhrifavalda og það sem framundan er hjá honum í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir