Hvenær má prumpa fyrir framan makann? – „Það er vont að halda því inni“

Camilla er ekki hlynnt því að fólk haldi í sér …
Camilla er ekki hlynnt því að fólk haldi í sér prumpi fyrir framan makann. Samsett ljósmynd: Aðsend/Colourbox

„Ég er búin að vera með þetta hjá mér svolítið lengi. Ég er búin að vera að pæla í þessu aðallega af því að ég hef áhyggjur,“ segir áhrifavaldurinn Camilla Rut en hún tjáði sig um prump og sambönd í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum. 

„Það er hollt að prumpa, það er mikilvægt að prumpa og það hafa allir gaman að því. Ég ætla nú ekki að segja að ég sé mikill prumpari en ég líka huga vel að meltingarkerfinu mínu,“ sagði Camilla í þættinum. „Ég hef áhyggjur af því ef fólk er að halda inni í sér fyrir framan mig út af því mér þykir vænt um fólkið mitt,“ bætti hún við. 

„Ristillinn er spegillinn af því hvernig þér líður, hvernig allt gengur. Ef þú byrgir hluti inni þá byrgir ristillinn það upp líka,“ sagði Camilla.

Hlustendur höfðu sterkar skoðanir á því hvenær „mætti“ prumpa fyrir framan maka sinn en hægt er að hlusta á Camillu og hlustendur tjá sig um þetta „mikilvæga málefni“ í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir