„Eru ekki allir að kjósa bara út frá eigin hagsmunum?“

Daníel Ágúst og Björn Jörundur í hljómsveitinni Nýdönsk eru höfundar …
Daníel Ágúst og Björn Jörundur í hljómsveitinni Nýdönsk eru höfundar textans á nýja laginu Ég kýs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hljómsveitin Nýdönsk hefur nú gefið út glænýtt lag, eins konar kosningarlag, sem heitir því viðeigandi nafni Ég kýs. Nýdönsk verður með stórtónleika í eldborgarsal Hörpu, 18. september, næstkomandi laugardag. 

Björn Jörundur í hljómsveitinni ræddi við Síðdegisþáttinn um nýja lagið og tónleikana sem hann segir að séu fyrstu stórtónleikarnir í nýjum veruleika síðan „ruglið byrjaði“.

Texti lagsins Ég kýs, sem er eftir hann sjálfan og Daníel Ágúst, sagði Björn að fjalli um alla frambjóðendur og alla kjósendur.

„Vegna þess að þegar til kastanna kemur, eru ekki allir að kjósa út frá eigin hagsmunum?“ sagði hann en auk þess ræddi Björn um móralinn í hljómsveitinni sem hann segir að fari batnandi með árunum.

Hlustaðu á lagið og sjáðu myndbandið við það hér að neðan en hlusta má á allt viðtalið við Björn neðst í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir