Elliot mætti með þýðingarmikla rós í hnappagatinu

Elliot Page var myndarlegur á Met Gala hátíðinni með græna …
Elliot Page var myndarlegur á Met Gala hátíðinni með græna rós í hnappagatinu. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Leikarinn Elliot Page vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Met Gala hátíðinni sem fór fram með pompi og prakt síðastliðið mánudagskvöld.

Var þetta í fyrsta sinn sem hann kom fram eftir að hafa farið í kynleiðréttingaraðgerð síðastliðinn desember. Elliot virkaði eilítið stressaður þar sem hann stóð á dreglinum í flottum Balenciaga jakkafötum með græna rós í hnappagatinu. Honum var ákaft fagnað þegar hann mætti og ég vona svo sannarlega að internet-tröllin sýni Elliot alla ástina sem hann á skilið.

Jakkafötin höfðu víst mikla þýðingu fyrir Elliot, en græna rósin í hnappagatinu hefur, samkvæmt „Insider“, verið tákn hinseginsamfélagsins síðan breska ljóðskáldið Oscar Wilde var uppi árið 1890.

Elliot fær vonandi að lifa sínu lífi í friði og ró, og hefur, eftir því sem ég best veit, fengið mikinn stuðning í kjölfar aðgerðarinnar í desember. Sem er frábært, því það mega allir vera eins og þeir vilja vera.

View this post on Instagram

A post shared by Frankie Boyd (@frankieboyd)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir