Sat sem fastast á meðan allir klöppuðu

Billie Eilish kippti sér ekki upp við að J.Lo sé …
Billie Eilish kippti sér ekki upp við að J.Lo sé að stíga á svið. Skjáskot/Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

MTV-tónlistarverðlaunin fóru hátíðlega fram á sunnudagskvöldið og það gerðist ýmislegt sem hefur verið á milli tannanna á fólki – og þá er ég ekki að tala um dressin.

Það vakti mikla athygli þegar Jennifer Lopez steig á svið til að tilkynna verðlaun að allur salurinn klappaði og hrópaði ... nema söngkonan Billie Eilish. Hún sat sem fastast, sýndi engin svipbrigði, klappaði ekki neitt, og þá meina ég hún reyndi ekki einu sinni að klappa laust. Myndavélarnar gripu að sjálfsögðu þetta móment og hefur klippan farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Er Billie ekki aðdáandi J.Lo? Er hún það lítið hrifin af henni að hún gat ekki einu sinni feikað klappið? Eða var hún kannski bara sultuslök og nennti ekki að klappa á þessu tiltekna augnabliki? Þetta eru allt spurningar sem rjúka í gegnum huga minn, og ég vil helst trúa því að hún hafi kannski verið illa fyrirkölluð.

Ekki að hún hafi bara verið að henda skugga á hina 52 ára dívu ... sem hefur btw aldrei litið betur út en akkúrat núna.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir