Fann lýsisbragð af súkkulaði í megrun

Dáleiðsla getur hjálpað mörgum að vinna gegn ýmsum vandamálum en …
Dáleiðsla getur hjálpað mörgum að vinna gegn ýmsum vandamálum en Jón Víðir Jakobsson er einn reyndasti dáleiðslukennari Íslands og býður upp á meðferðardáleiðslu. Samsett ljósmynd: Dáleiðsluskólinn.is/Colourbox: Haivoronska Y

„Það sem maður gerir í dáleiðslu er að hjálpa fólki að finna orsökin eins og við köllum það,“ sagði Jón Víðir Jakobsson frá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu en hann ræddi um dáleiðslu í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun. Kristín Sif fór sjálf í meðferðardáleiðslu til Jóns og losnaði þannig við flughræðslu en hún opnaði sig um þetta í þættinum.

„Maður áttar sig ekki á því að það getur verið eitthvað gjörsamlega ótengt. En í dáleiðslunni förum við í undirvitundina og róum fólk niður og slökum á því. Förum svo í undirvitundina og tékkum þar hvaða tilfinning það var sem kveikti neistann og kom þessu af stað,“ sagði Jón sem segir marga koma í meðferð til að hætta til dæmis að reykja, drekka áfengi eða til að léttast. 

Sjálfur lét hann dáleiða sig til að hjálpa honum í því markmiði að léttast en hans helsti veikleiki var þá súkkulaði.

„Ég fékk konuna til að dáleiða mig og við settum lýsisbragð af súkkulaðinu. Þannig að í hvert skipti sem ég setti súkkulaði upp í mig þá fékk ég lýsisbragð,“ útskýrði Jón kíminn.

Hlustaðu á Jón Víði segja frá dáleiðslu í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir