Átta ára slær í gegn á úkúlele

Maya er ótrúlega góð tónlistarkona miðað við aldur en hún …
Maya er ótrúlega góð tónlistarkona miðað við aldur en hún er aðeins 8 ára gömul! Skjáskot

Maya M. er átta ára gömul stúlka, búsett í New York-borg og elskar tónlist. Það kemur ekki á óvart þar sem Maya er mikill snillingur á úkúlele og spilar alveg hreint ótrúlega vel á það. Þetta hæfileikaríka ofur krútt heldur úti youtuberás og instagramsíðu ásamt foreldrum sínum þar sem þau deila reglulega myndböndum af Mayu spila ýmis lög á úkúleleið. Stundum syngur hún með og fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni framtíðarstjarna í tónlistarheiminum.

Maya er fjölhæfur hljóðfæraleikari og hefur spilað ýmsar ábreiður; allt frá Johann Sebastian Bach og sellósvítu númer 1 yfir í Bítlana og Marilyn Monroe, það er fátt sem þessi duglega stelpa prófar ekki að spila. Það er svo dásamlegt að sjá hæfileikaríkt fólk deila list sinni með öðrum og ég mæli með því að fylgjast með Mayu úkúlelesnillingi.

View this post on Instagram

A post shared by Maya M (@maya_uku)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir