Ætla að skrifa undir „járnkaupmála“

Britney Spears og unnustinn hennar Sam Asghari.
Britney Spears og unnustinn hennar Sam Asghari. Skjáskot/Instagram
Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Britney Spears tilkynnti um trúlofun sína, en kærasti hennar til 4 ára, henti sér á skeljarnar og bað hennar um helgina. Sam Asgharis hefur nú þegar fullvissað aðdáendur sína um að hann ætli svo sannarlega að skrifa undir járnkaupmála. Hann vilji ekki eiga það í hættu að missa skósafnið sitt eða jeppann sinn ef Britney dömpar honum einn daginn.

Væntanlega sagt í kaldhæðni, þar sem kommentakerfið stútfylltist af hamingjuóskum til þeirra skötuhjúa, ásamt því að fólk vildi endilega minna Britney á að láta græja kaupmála.

Skjáskot/Instagram

Britney er metin á um 60 milljónir bandaríkjadollara,en Sam er metinn á um 1 milljón dollara. Sam og Britney hittust við tökur á laginu hennar Slumber Party. Hann er frá Íran en fluttist til Banadríkjanna þegar hann var 12 ára gamall. Hann starfar sem einkaþjálfari og fyrirsæta í dag, og það verður að segjast að hann datt í lukkupottinn þegar hann fann ástina í fanginu á Britney.

Ég vona svo sannalega að Britney verði hamingjusöm til æviloka ... boy, hún á það skilið.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir