Skilin eftir 15 ára hjónaband

Hjónaband Tori Spelling og Dean McDermott virðist hafa runnið sitt …
Hjónaband Tori Spelling og Dean McDermott virðist hafa runnið sitt skeið. Hér má sjá þau á meðan allt lék í lyndi. Getty Images
Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Fréttir berast af því að leikkonan Tori Spelling, fyrrverandi Beverly Hills-stjarna, sé skilin við eiginmann sinn, Dean McDermott, eftir 15 ára hjónaband. Þau hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika á þessum 15 árum, hann hefur greint frá því opinberlega að hann glími við kynlífsfíkn, en það var árið 2014 sem hann hélt framhjá Tori. Tori og Dean hafa verið opinská með þessa fíkn Deans, og raunveruleikaþættirnir þeirra „True Tori“ fjölluðu meðal annars um erfiðleikana, framhjáhaldið og hvernig þau byggðu sambandið upp á ný.

Nú virðist hjónabandið hins vegar hafa runnið sitt skeið á enda og segja heimildarmenn mínir að það sé einmitt kynlífsfíkn Deans að kenna. Ekkert framhjáhald hafi átt sér stað, en miklar kröfur Deans um stanslaust kynlíf sé ástæða þess að Tori gefst nú upp.

Þau hafa hvorugt staðfest þessar fréttir, en Tori er stödd á Möltu um þessar mundir að vinna og segir sagan að þegar hún snúi aftur til US and A muni tilkynningin koma.

Þannig að ég segi bara eins og oft áður – þið heyrðuð þetta fyrst hér, á K100!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir