Natan Dagur er hvergi hættur

Natan Dagur er þessa dagana á fullu í hljóðveri að …
Natan Dagur er þessa dagana á fullu í hljóðveri að taka upp ný lög, bæði frumsamin og ábreiður. Hann gaf út nýja ábreiðu á föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Natan Dagur hefur gefið út glænýja ábreiðu, órafmagnaða útgáfu af laginu Surrender með Natalie Taylor. 

Samkvæmt fréttatilkynningu er mikið að gera hjá Natani um þessar mundir en hann er þessa dagana í hljóðveri að taka upp ný lög en von er á fyrsta frumsamda laginu fljótlega.

Natan Dagur hefur vakið mikla athygli víða; hann komst í fjögurra manna úrslit í The Voice í Noregi í maí en komst ekki áfram í lokaúrslit keppninnar.

Ábreiðu Natans af laginu Surrender má sjá og heyra hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir