Fann leið til að gleðja fólk á erfiðum tímum

Hrós gleðja oft mikið!
Hrós gleðja oft mikið! Ljósmynd/unsplash

Hrós er eitthvað það verðmætasta og skemmtilegasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Það er gaman að fá hrós og enn skemmtilegra að hrósa. Svo getur eitt hrós hvatt til annars og þannig heldur gleðin endalaust áfram að dreifa sér.

Ég rakst á virkilega skemmtilega frétt af konu að nafni Kimberly Wybenga sem er mikill hrósari. Hana langaði til þess að gleðja fólkið í kringum sig á meðan alheimsfaraldurinn stóð sem hæst og hugsaði með sér að allir elskuðu nú gott hrós.

Hún bjó því til svokallaðar hrós-krukkur fyrir tíu vini sína þar sem hún skrifaði alls konar hrós sem áttu við hvern og einn. Kimberly upplifði mikla gleði við það eitt að skrifa hrósin og ákvað því að halda áfram að dreifa ást og gleði með fleiri hrósum.

Hingað til hefur hún gefið um 50 hrós-krukkur og handskrifað 1.750 hrós, sem er heilmikil hamingja, fyrir hana sjálfa og alla sem fengu hrósin.

Þetta er frábær hugmynd og ég mæli eindregið með því að útbúa hróskrukkur fyrir fólkið í kringum ykkur. Dreifum uppbyggilegum skilaboðum, hvatningu, jákvæðni, gleði og ást.

Frétt af Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir