Bjargaði J.Lo frá ágengum aðdáanda

Ben Affleck og Jennifer Lopez birtust í fyrsta sinn saman …
Ben Affleck og Jennifer Lopez birtust í fyrsta sinn saman á rauða dreglinum í 15 ár og má segja að þau hafi átt svæðið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. FRED PROUSER
Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Ben Affleck og Jennifer Lopez áttu slúðurmiðlana um helgina þegar þau birtust í fyrsta skipti saman á rauða dreglinum í 15 ár. Skötuhjúin hafa engu gleymt og skinu skærar en nokkrar aðrar stjörnur á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, og mér líður smá eins og það hafi enginn annar verið þar.

En það er ekki bara glamúr og glimmer að vera súperstjörnur eins og þau, en þegar þau mættu flugvöllinn reyndi maður ákaft að fá „selfie“ af sér með drottningunni hans Bens. Ben hins vegar ætlaði ekki að láta manninn komast nálægt Jen og náði að halda honum frá Jen með því að setja hendurnar á bringuna á honum og ýta honum burt. Ég verð að viðurkenna eftir að hafa séð myndbandið, að mér fannst heldur ýkt viðbrögð hjá öryggisteymi þeirra að halda grey manninum upp við vegg. Ég mundi örugglega gera nákvæmlega það sama. En hey, þegar maður heitir Ben Affleck og Jlo, þá þarf maður að vera við öllu búinn.

Jen hefur örugglega smellt einum sjóðheitum sleik á sinn mann fyrir þessa ofurhetjutakta. Ætli A-Rod sé alveg að deyja úr afbrýðisemi?

View this post on Instagram

A post shared by The Papr (@thepapr)


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir