Anna syngur með stórsveitinni AQUA

Anna Hansen mun syngja bakraddir með hljómsveitinni Aqua í Kanada.
Anna Hansen mun syngja bakraddir með hljómsveitinni Aqua í Kanada. Skjáskot af instagram @annahansenmusic

Íslenska söngkonan Anna Hansen mun syngja með dönsku 90's-hljómsveitinni AQUA á 90's-hátíðum í Kanada á næstunni. Aqua er heimsþekkt hljómsveit en þekktasta lag hljómsveitarinnar er án vafa lagið Barbie Girl. Anna ræddi um verkefnið í Helgarútgáfunni á laugardaginn.

„Þetta eru vinir mínir sem spila með þeim,“ sagði Anna Hansen spurð um það hvernig það kom til að hún var fengin til að „túra“ með hljómsveitinni.

Lagið Barbie Girl er ógleymanlegur hittari.
Lagið Barbie Girl er ógleymanlegur hittari.

„Það eru tvær bakraddir alltaf með og ég þekki þær einmitt báðar og bassaleikarann og trommuleikarann þekki ég líka vel,“ útskýrði Anna en hún er sjálf búsett í Danmörku en þaðan eru flestir hljómsveitarmeðlimir AQUA. Er stefnan tekin á Kanada þar sem hljómsveitin mun spila á fimm 90's-hátíðum á næstunni. 

Mun Aqua spila ásamt mörgum öðrum stórhljómsveitum frá 90's-tímabilinu en meðal annars munu 2 UNLIMITED, Ace of Base og Wigfields stíga á svið á hátíðum í Kanada.

Hlustaðu á Önnu ræða um komandi tíma í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir