Heimsins stærsta góðmennskusamstarf

Frábært góðmennskuátak hefur verið sett af stað.
Frábært góðmennskuátak hefur verið sett af stað. Ljósmynd/Unsplash

Fréttamiðillinn Upworthy færir gjarnan fréttir af jákvæðum og uppbyggilegum fréttum og leggur hönd á plóg í hinum ýmsu framtökum. Nú hafa þau sett af stað risa stórt góðmennskuátak í samstarfi við styrktar síðuna GoFundMe og kalla þetta heimsins stærsta samstarf fyrir góðmennsku heimsins. Framtakið felur í sér að hvetja fólk til þess að setja af stað einhvers konar góðmennsku verkefni og nýta sér GoFundMe síðuna, þar sem er einfaldlega hægt að segja frá verkefninu sínu og sækja styrki hvaðan af úr heiminum.

Upworthy býður svo þátttakendum að senda sér upplýsingar um hvernig verkefni þeirra er að dreifa góðvild og gæsku og geta þátttakendur átt möguleika á að vinna 500 dollara, u.þ.b. 64 þúsund krónu, styrk fyrir verkefnið.

Einnig býður Upworthy upp á leiðbeiningar um auðvelda leið til þess að setja upp styrktarsíðu. Vonast þau til þess að fá inn margar og fjölbreyttar umsóknir og að góðmennskan dreifi sér sem víðast!

Frábært framtak hér á ferð og ég hlakka til að fylgjast með þeim fallegu verkefnum sem þróast út frá þessu!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir