Dembir sér í kynlífsrannsóknarvinnu

Kristín Þórs er kynlífsmarkþjálfi en hún vill opna umræðuna um …
Kristín Þórs er kynlífsmarkþjálfi en hún vill opna umræðuna um allt sem tengist kynlífi.

„Mér fannst það dálítið spennandi af því að bæði er fólk ótrúlega forvitið og oft eru fordómar byggðir á fáfræði,“ sagði Kristín Þórs kynlífsmarkþjálfi en hún mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag og ræddi um væntanlegt rannsóknarverkefni hennar fyrir þáttinn.

Ætlar hún að taka viðtöl og rannsaka kynlífs-senuna á Íslandi og nefndi til að mynda swing- og BDSM-senuna hér á landi. 

„Það er miklu meira um þetta en þú veist,“ sagði Kristín og átti við swing-lífstílinn en hún segir „hlutina“ oft ekki breytast nema rætt sé um þá. Hún vill því opna umræðuna um ýmislegt í tengslum við kynlíf, sem oft er feimnismál hjá fólki og það þorir ekki að tala um.

Hlustaðu á allt spjallið við Kristínu í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir