Sigmundur opnar sig: „Þá var hann kominn með staðfestingu“

Sigmundur Davíð opnaði sig í Síðdegisþættinum þar sem hann svaraði …
Sigmundur Davíð opnaði sig í Síðdegisþættinum þar sem hann svaraði „20 ógeðslega mikivægum spurningum" Ljósmynd/K100

Sigmundur Davíð, formaður miðflokksins opnaði sig í „20 ógeðslega mikilvægum spurningum“ í Síðdegisþættinum með Sigga Gunnars og Loga Bergmann á dögunum.

Í spjallinu við Sigmund kom ýmislegt í ljós um manninn á bak við stjórnmálamanninn en hann hefur meðal annars einu sinni næstum því verið handtekinn, stefndi eitt sinn að því að verða sprengjusérfræðingur, æfði skylmingar og hefur orð á sér fyrir að vera með samkynhneigðan tónlistarsmekk sem hann segir að hafi valdið skemmtilegum misskilningi sem hann lýsti í viðtalinu. Meðal uppáhalds hljómsveita Sigmundar eru Pet Shop Boys og Air Supply. 

Sigmunds Davíðs filterinn á instagram er vinsæll um þessar mundir …
Sigmunds Davíðs filterinn á instagram er vinsæll um þessar mundir en hægt er að prófa filterinn með því að fara á instagramsíðu Miðflokksins. Sigmundur Davíð sagðist ekki vera alveg viss með filterinn. instagram

„Einhvern tímann sat ég fram á nótt í gróðurhúsi að hlusta á Celine Dion,“ sagði Sigmundur.

Hann sagðist hafa látið sig hafa ýmislegt fyrir stjórnmálin og átti þá meðal annars við sérstakan Sigmunds Davíðs filter sem nú er vinsæll á instagram.

Þá ræddi Sigmundur um árangur sinn í megrunarátaki sínu en honum hefur tekist að missa 30 kíló með því að fylgja hinum svokallaða „íslenska kúr“ með smá útfærslu.

Hlustaðu á Sigmund Davíð opna sig í Síðdegisþættinum í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir