Hlustaðu á gleymda lagið með stórstjörnunum

Fáir kannast við lagið What More Can I Give sem …
Fáir kannast við lagið What More Can I Give sem átti að vera gefið út í kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana og til að safna fyrir fjölskyldum þeirra sem létust í árásinni. Samsett ljósmynd: Skjáskot/AFP

Árið 2001 tók hópur tónlistarfólks sig saman og tóku upp lag í kjölfarið af árásinni á Tvíburaturnana 11. september sama ár, lagið What More Can I Give. Lagið var hugarfóstur Michael Jackson og átti að vera stjörnufans í anda We Are The World frá 1985 og Do The Know it's Christmas með Band Aid. 

Meðal stórsöngvara sem tóku þátt í laginu eru Beyoncé, Celine Dion, Justin Timberlake, Mariah Carey, Shakira, Usher auk fjölda annarra. 

Lagið var flutt einu sinni á sviði 21. október 2001 á tónleikum með stórstjörnunum þar sem lokalagið var lagið gleymda en það átti síðan að vera gefið út og átti ágóðinn að fara til aðstandenda þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana. Úr því varð þó ekkert og eru margar ástæður sagðar vera fyrir því. 

Hlustaðu á lagið gleymda hér að neðan.

 

Meðal annars er hægt að kenna illindum sem Michael Jackson átti við Sony útgáfufyrirtækið um það að lagið kom aldrei út. Lagið var þó spilað án leyfis á útvarpsstöðinni WKTU-FM ári eftir upptöku þess en óvíst er hvernig útvarpsstöðin fékk lagið í hendurnar en þarna höfðu einungis þeir listamenn sem tóku þátt í verkefninu og aðstandendur þeirra semfengið lagið í hendurnar. Lagið var svo í kjölfarið gefið út tímabundið í október 2003 og var þá hægt að hlaða niður laginu fyrir 2 dollara á þar til gerðri vefsíðu sem síðan var lokað.

Myndband við lagið sem sjá má hér að ofan var frumsýnt á Radio Music Awards 2003 en lagið hefur enn, 20 árum síðar, ekki verið formlega gefið út og er ekki aðgengilegt á helstu streymisveitum.  

 Heimild: Smooth Radio.

mbl.is

#taktubetrimyndir