Vill að froskar geti lifað góðu lífi

Justin elskar sannarlega froska og vill að þeir geti lifað …
Justin elskar sannarlega froska og vill að þeir geti lifað góðu lífi. Samsett ljósmynd: Unsplash/Skjáskot

Justin Sather er 10 ára gamall drengur frá Bandaríkjunum sem elskar froska og vill að þeir geti lifað góðu lífi. Út frá því byrjaði hann með öflugt framtak í von um að bjarga heimakynnum froska, vernda vistkerfið og stöðva plastmengun.

Justin segist hafa lært um froska í leikskóla og strax heillast af þeim en lærði þó fljótt að vistkerfi froskanna gæti verið í hættu og vildi hann því hjálpa. Hingað til hefur honum tekist að safna tæpum fjórum milljónum króna fyrir verkefni sitt og heldur ótrauður áfram að vekja athygli á málefni sínu, tala um mikilvægi þess að vera umhverfisvæn og vinna að því að vernda tilveru froskanna, meðal annars með því að leggja sig fram við að vernda landsvæði í Ekvador þar sem froskar halda sig og geta lifað góðu lífi.

Justin segir að maður sé aldrei of ungur til að koma af stað breytingum og leggur sitt af mörkum við að bjarga heiminum með einum frosk í einu! Virkilega vel gert.

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir