Nýtt á Netflix og öðrum veitum

Fullt af nýju efni er komið eða væntanlegt á helstu …
Fullt af nýju efni er komið eða væntanlegt á helstu streymisveitum. AFP

K100.is tók saman helstu kvikmyndir og þætti sem koma út á næstunni á helstu streymisveitum og en nóg verður af að taka fyrir kósýkvöldið um helgina. 

Kvikmyndir og þættir á Netflix

Lucifer

Sjötta og síðasta, já ég sagði SÍÐASTA serían af Lucifer er dottin inn á Netflix í þessari geysivinsælu seríu þar sem við fáum að fylgjast með Lúsífer sjálfum og ævintýrum hans á jörðinni.

The Women and the Murderer

Glæpaheimildamyndin The Women and the Murderer er nýkomin á Netflix en hún fylgir tveimur konum, lögreglukonu og móður fórnarlambs sem var myrt og baráttu þeirra við að ná að lögsækja raðmorðingjan Guy George í París.

Blood Brothers – Malcolm X og Muhammad Ali

Ótrúleg heimildarmynd um vináttu tveggja áhugaverðra manna; Mahammad Ali, einum besta borgara allra tíma og Malcolm X sem var múslimskur predikaria og áhrifavaldur.  

Prey

Steggjun fer algjörlega úr böndunum í Netflix kvikmyndinni Prey sem kom inn á Netflix í dag, 10. september.

Kvikmyndir og þættir á HBO MAX

Malignant

Leikstjóri Conjuring færir okkur nýja hrollvekju en hún kemur inn á HBO Max og í kvikmyndahús í dag, 10. september.

 Scenes from a Marriage

Tímabundna kvikmyndin Scenes from a Marriage dettur inn á HBO 12. september en sagan er byggð á sænskri klassík og samnefndri bók eftir Ingmar Bergman frá 1973. Erfiðleikar hjónabandsins eru túlkaðir af Oscar Isaac og Jessica Chastain sem leika amerísk hjón.

 

Kvikmyndir og þættir á Amazon Prime

The Voyeurs

Afar frumleg saga sem fylgir pari fær þráhyggju fyrir því að njósna um nágrannaparið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kvikmyndir og þættir á Hulu

Y: THE LAST MAN

Þriggja þátta sería byggð á myndasögum um ákveðinn heimsendi þar sem öll spendýr jarðar með Y litning deyja og þar af leiðandi allir karlmenn. Allir nema maðurinn Yorick Brown og gæludýraapinn hans Ampersand. Þættirnir koma á FX á Hulu 13. september.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir