„Ég held að þetta sé met“

Útgáfutónleikar GDRN virðast loksins vera að verða að veruleika.
Útgáfutónleikar GDRN virðast loksins vera að verða að veruleika.

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN sér fram á að geta loksins haldið útgáfutónleika sína fyrir plötuna GDRN 24. september næstkomandi en þetta verður hennar sjötta tilraun til að halda tónleikana en platan kom út í febrúar 2020. 

GDRN spjallaði um tónleikana í Síðdegisþættinum og sagðist vera alveg búin að sleppa af sér tökunum í spenningi en uppselt er á tónleikana sem verða í Háskólabíói.

„Ég held að þetta sé met, ég held það geti ekki annað verið,“ sagði hún.

Hún tekur ekki fyrir það að aukatónleikar verði í boði ef stemning verður fyrir þeim. 

„Þá fresta ég þeim bara þrisvar,“ bætti hún við glettnislega. „Þetta er svona ákveðinn gæðastimpill.“

Hlustaðu á viðtalið við GDRN í Síðdegisþættinum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir