Þess vegna áttu alls ekki að setja símann í hrísgrjón

Apple varar við því að setja Iphone í hrísgrjón.
Apple varar við því að setja Iphone í hrísgrjón. Skjáskot

Það að setja snjallsíma í hrísgrjón eftir að hann blotnar hefur lengi verið þekkt sem þjóðráð enda eru hrísgrjón þekkt fyrir að draga í sig raka. 

Þegar allt kemur til alls er þetta hins vegar alls ekki gott ráð og getur jafnvel gert illt verra og hefur Apple varað fólk alfarið við að nota hrísgrjón í þessum tilgangi fyrir Iphone.

Ástæðurnar eru fjölmargar en meðal annars geta agnir og sterkja úr hrísgrjónunum komist inn í símann. Besta ráðið er að leyfa símanum að þorna á borði, jafnvel með viftu í gangi og passa vel að síminn sé slökktur þar til hann er orðinn algjörlega þurr.

Tæknisérfræðingurinn hjá Apple Explained á Youtube útskýrir þetta til hlítar í nýju myndbandi en það má sjá hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir